Nýjast á Local Suðurnes

Orkurallið um helgina

Orkurally fer fram um helgina, en um er að ræða fyrstu keppni sumarsins.

Ekið verður um Keflavikurhöfn, en sú leið laðsr jafnan að sér fjölda áhorfenda. Þá verður ekið um Nikkel-Patterson, Stapafell og Djúpavatn.

Keflavíkurhöfn verður ekin klukkan 20:40 og strax eftir þá sérleið verður viðgerðarhlé á Dominosplaninu og grillaðar verða pylsur í boði Orku og Akstursíþróttarfélags Suðurnesja. Síðasta sérleið keppinar er Nikkel sem ekin er klukkan 13:30 á laugardaginn og verður send út live á motorsport.is