Vilja byggja 50 íbúðir á Nettóreit
KSK eignir hafa lagt fram tillögu til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar um byggingu fjölbýlishúss á reitinn Iðavellir 14b og Vatnsholt 2. Á lóðinni sem um ræðir er nú starfrækt Nettóvetslun og söluturn.
Samkvæmt tillögunni er um að ræða 50 íbúðir af breytilegum stærðum auk minna verslunarrýmis á jarðhæð.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti ósk fyrirtækisins um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir reitinn á fundi sínum í desember síðastliðnum og skal málið unnið í samráði við skipulagsfulltrúa.