Nýjast á Local Suðurnes

Breytingar á leiðakerfi standa – “Verður nóg að gera í skutlinu”

Reykjanesbær boðaði til fundar með íbúum Innri – Njarðvíkur vegna breytinga á leiðakerfi Strætó sem tekur gildi eftir helgina. Óhætt er að segja að niðurstöður fundarins hafi valdið íbúum vonbrigðum.

Eftir fundinn er ljóst að breytingarnar  muni standa, en samkvæmt þeim styttist sá hringur sem strætó ekur um hverfið með þeim afleiðingum að færri muni geta nýtt sér þjónustuna. Málin eru rædd í hópi íbúa á Facebook hvar nær allir sem þátt taka í umræðum lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.

Einhverjir benda þó á að mögulegt verði að senda inn ábendingar um leiðakerfið eftir að það hafi verið tekið í notkun og reynsla komin á það. Aðrir benda hinsvegar á að “nú verði nóg að gera í skutlinu.”