Nýjast á Local Suðurnes

Alma býður 50% lækkun á leigu vegna Covid-19

Innri - Njarðvík

Leigufélagið Alma, dótturfélag Almenna leigufélagsins, býður leigutökum sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna Covid 19-veirunnar að lækka mánaðarlegar leigugreiðslur um 50% í allt að þrjá mánuði. Félagið á og rekur rúmlega 1200 íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið, þar á meðal á Suðurnesjum.

Dreifa má þeirri upphæð sem lækkað er um yfir allt að 24 mánaða tímabil, leigutökum að kostnaðarlausu.

Sjá nánar á vef Ölmu.