Nýjast á Local Suðurnes

Steindautt jafntefli hjá Huginn og Keflavík

Bragðdaufur sóknarleikur einkenndi leik Keflavíkur og Hugins í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í kvöld, ef undan eru taldar fyrstu mínútur síðari hálfleiks þegar Keflvíkingar áttu nokkrar fínar sóknarlotur og niðurstaðan varð eftir því, 0-0 jafntefli, það níunda hjá Keflvíkingum í sumar.

Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar og eiga enn fræðilega möguleika á að komast upp um deild, en þá þurfa Grindvíkingar, sem eru í öðru sætinu, með átta stigum meira, að tapa öllum þeim fjórum leikjum sem þeir eiga eftir og Keflavík að vinna alla sína þrjá.