Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrum Nylon-söngkona opnar söngskóla á Suðurnesjum – Myndband!

Mynd: Facebook / Söngskóli Emilíu

Em­il­ía Björg Óskars­dótt­ir, fyrrum söngkona hljómsveitarinnar Nylon, mun starfrækja söngskóla fyrir börn og unglinga á Suðurnesjum í sumar. Námskeiðin verða haldin í safnaðarheimili í Innri-Njarðvíkurkirkju og eru sérstaklega ætluð börnum og unglingum á aldrinum 8 – 16 ára.

Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Emilía Ósk lengi hafa átt sér þann draum að opna söngskóla hér á svæðinu.

“Ég hef lengi átt mér þann draum að opna söngskóla fyrir börn og unglinga hér í Reykjanesbæ. Halda jákvæð og uppbyggjandi námskeið þar sem hver og einn fær að njóta sín og vera hann sjálfur. “

Á námskeiðunum er lögð áhersla á gleðina og ánægjuna sem söngur færir okkur og um leið farið í tæknileg atriði og unnið með að styrkja sjálfstraust hvers og eins. Þá verður einnig lögð áhersla á að æfa framkomu, túlkun, tjáningu, míkrafonatækni og margt margt fleira.

Hljómsveitin Nylon sló í gegn hér á landi árið 2004 og gekk Emilía til liðs við sveitina fljótlega eftir stofnun. Hún yfirgaf hins vegar sveitina árið 2007, af persónulegum ástæðum.

Hér fyrir neðan má sjá eitt af vinsælli lögum sveitarinnar, ábreiðu af laginu Sweet dreams. Hér má svo finna allar nánari upplýsingar um söngskólann.