Fá ekki leyfi til að nota auð bílastæði undir bílaleigubíla
Stjórn knattspyrnudeildar UMFN fór þess á leit við Reykjanesbæ, að deildin fengi til umráða hluta af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Afreksbraut og var ætlun Knattspyrnudeildarinnar að bjóða þau til útleigu til bílaleiga.
Beiðnin var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þann 11. október síðastliðinn og henni hafnað þar sem svæðið er ætlað sem skammtímastæði til almennra nota.