Nýjast á Local Suðurnes

Yfir 100 sjálfboðaliðar hreinsuðu rusl á íþróttasvæðum Keflavíkur

Yfir eitthundrað sjálfboðaliðar mættu til að hreinsa rusl á þeim svæðum sem íþróttafélag Keflavíkur hefur til umráða á árlegum hreinsunardegi félagsins, sem haldinn var í gær. Þátttakendur voru verðlaunaðir í lok dags með grillveislu, að hætti félagsins, en grillaðir voru vel á annað hundrað hamborgarar og 40 pylsur.

Keflvíkingar voru ánægðir með daginn, en í tilkynningu frá félaginu kemur fram að markmið félagsins sé að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og félagsmönnum til sóma. Þá þakkar félagið öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu og tóku þátt.

umhverfisdagur keflav