Nýjast á Local Suðurnes

14 flug­fé­lög í vetr­aráætl­un Leifs­stöðvar – Flogið til 57 áfangastaða

Frestur flugfélaga til að staðfesta afgreiðslutíma sína í vetraráætlun, lok október til loka mars, á Keflavíkurflugvelli rann út í byrjun september og  staðfestu 14 flugflög áætlanir sínar. Þau fljúga til 57 áfangastaða og sætafram­boð eykst um 58,3%. Síðasta vet­ur voru tæp­ar tvær millj­ón­ir sæta í boði en kom­andi vet­ur verður fram­boðið yfir þrjár millj­ón­ir. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Isa­via.

Þá kemur fram í tilkynningunni að vetrarferðamennska hafi aukist jafnt og þétt og árstíðarsveiflan því minnkað. Þetta styrkir rekstrargrundvöll allra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þetta á einnig við um innviðina á Keflavíkurflugvelli, en með betri dreifingu ferðamanna yfir árið og innan sólarhringsins er unnt að nýta innviðina á Keflavíkurflugvelli mun betur.

Isavia hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar með öflugri markaðssetningu gagnvart flugfélögum og hvatakerfi sem veitir flugfélögum sem hefja flug allt árið mikinn afslátt af notendagjöldum. Þessar aðgerðir hafa fjölgað þeim flugfélögum sem fljúga til Íslands allt árið, fjölgað áfangastöðunum sem standa til boða í beinu flugi og umfram allt aukið samkeppni og lækkað þannig verð á farmiðum til og frá Íslandi.

Farþegum mun í vetur standa til boða beint flug til 57 áfangastaða og munu fjórtán flugfélög sinna fluginu. Flugfélög í vetraráætlun eru eftirfarandi:
Air Berlin
Air Iceland
Atlantic Airways
British Airways
Delta
easyJet
Icelandair
Norwegian
Primera
SAS
Thomson
Vueling
Wizz Air
WOW air