Nýjast á Local Suðurnes

Ungur drengur fluttur á HSS eftir slys á hlaupahjóli

Ungur drengur varð fyrir bifreið í Sandgerði í fyrradag. Drengurinn var á hlaupahjóli og mætti bifreið, hann náði ekki að stöðva hjólið í tæka tíð og hafnaði framan á bifreiðinni, sem ökumaður náði heldur ekki að stöðva.

Drengurinn hlaut skrámur og kenndi eymsla, segir í tilkynningu lögreglu. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.