Nýjast á Local Suðurnes

Viðgerðir á Reykjanesbraut – Vegfarendur virði lokanir og hraðatakmarkanir

Unnið verður að viðgerð á Reykjanesbraut í dag. Vinnusvæðið er á milli Reykjanesbæjar og Straumsvíkur á vinstri akrein til austurs.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að unnið verði við frá kl. 9:00 og fram eftir degi.Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.