Nýjast á Local Suðurnes

Þrír Suðurnesjaþingmenn á lista yfir þá sem eyddu mest í ferðalög erlendis

Mynd: Wikipedia

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sá þingmaður, sem búsettur er á Suðurnesjum, sem eyddi mest af skattfé landsmanna til þess að ferðast út fyrir landsteinanna á síðasta ári.

Alls kostuðu ferðalög hans rétt tæpar þrjár milljónir króna, en Birgir nær þó rétt í fjórða sæti listans yfir þá 10 þingmenn sem ferðuðust mest, en á toppnum trónir Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, með rétt tæplega 4,5 milljónir króna.

Þetta kemur fram í úttekt Viðskiptablaðsins, en á topp 10 listanum eru tveir aðrir þingmenn búsettir á Suðurnesjum, Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki, sem ferðaðist fyrir 2.399.177 krónur og Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, sem ferðaðist fyrir 1.939.340 krónur.

Topp 10 listi þeirra þingmanna sem hafa eytt mestu í ferðalög samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins

Bjarni Jónsson – Vinstri græn – 4.483.482
Bryndís Haraldsdóttir – Sjálfstæðisflokki  3.203.261
Njáll Trausti Friðbertsson – Sjálfstæðisflokki – 3.014.053
Birgir Þórarinsson – Sjálfstæðisflokki – 2.834.789
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir – Pírötum – 2.411.002
Jóhann Friðrik Friðriksson – Framsóknarflokki – 2.399.177
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir – Sjálfstæðisflokki – 1.988.286
Guðrún Hafsteinsdóttir – Sjálfstæðisflokki-  1.973.336
Guðbrandur Einarsson – Viðreisn – 1.939.340
Þorgerður Katrín Einarsdóttir – Viðreisn – 1.836.950