Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík mætir Þór í kvöld – “Engin kjörstaða fyrir strákana að spila í kvöld”

Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á föstudagskvöld, en var frestað eftir að matareitrun kom upp í herbúðum Þórsara og leikmenn liðisins því óleikfærir.

Þórsarar hefðu viljað fá aðeins lengri tíma til að jafna sig eftir veikindin, enda stíf dagskrá framundan hjá liðinu í deild og bikar.

“Engin kjörstaða fyrir strákana að spila í kvöld, og svo deildarleik aftur á fimmtudag og bikarleik á sunnudag en þetta var niðurstaða mótanefndar, að setja leikinn á í kvöld.” Segir á Fésbókarsíðu Þórsara.

Leikurinn hefst klukkan 19:15.