sudurnes.net
Grindavík mætir Þór í kvöld - "Engin kjörstaða fyrir strákana að spila í kvöld" - Local Sudurnes
Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á föstudagskvöld, en var frestað eftir að matareitrun kom upp í herbúðum Þórsara og leikmenn liðisins því óleikfærir. Þórsarar hefðu viljað fá aðeins lengri tíma til að jafna sig eftir veikindin, enda stíf dagskrá framundan hjá liðinu í deild og bikar. “Engin kjörstaða fyrir strákana að spila í kvöld, og svo deildarleik aftur á fimmtudag og bikarleik á sunnudag en þetta var niðurstaða mótanefndar, að setja leikinn á í kvöld.” Segir á Fésbókarsíðu Þórsara. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Meira frá SuðurnesjumKörfuboltatímabilið blásið af – Mörg félög lenda í fjárhagsvandaÞorvaldur hættur hjá KeflavíkLeikmenn og þjálfarar Grindavíkur og KR borguðu sig innSverrir Þór hættir og fjórir öflugir framlengja hjá KeflavíkAndra Steini sagt upp – “Kæmi það ekki á óvart að einhverjir leikmenn líti í kringum sig”Frábær árangur hjá sundfólki ÍRB á bikarmóti SSÍValur Orri og Thelma Dís best í körfunni hjá KeflavíkGrindavík með fjögur lið í bikarúrslitum?Fjör hjá Þrótturum á Smábæjarleikunum í Knattspyrnu – Myndir!Æfðu sitt hvorum megin á landinu og sameinuðust á Rey Cup – Æfðu með hjálp SnapChat