Nýjast á Local Suðurnes

Bæta rúmum 2.000 fermetrum við íþróttamannvirki

Grindavíkurbær hefur óskað eftir að áhugasamir verktakar geri tilboð í verkið „Íþróttamannvirki Grindavíkur,” en um er að ræða viðbyggingu sem mun rísa norðan megin við núverandi íþróttahús. Byggingin mun verða 2130 fermetrar.

Byggingin mun samkvæmt auglýsingu skiptast í þrjá hluta. Fyrsta hæð mun innihalda forrými sem tengir íþróttamiðstöð og tengigang við nýjan íþróttasal ásamt búningsaðstöðu, áhaldageymslu, afgreiðslurými, ræstiherbergi, stigagang og lyftu. Á annari hæð mun vera stigarými og lyftu ásamt fjölnotasal, salernisaðstöðu, lagnarými og stiga að þriðju hæð og tæknirými mun verða staðsett á þriðju hæð byggingarinnar.

Áætlað er að hefja framkvæmdir eigi síðar en þann 15. febrúar næstkomandi.