Nýjast á Local Suðurnes

Björginni lokað vegna smits

Björg­inni, geðrækt­armiðstöð Suður­nesja, hef­ur verið lokað eft­ir að skjól­stæðing­ur stöðvar­inn­ar greind­ist með kór­ónu­veru­smit. Nokkr­ir aðrir skjól­stæðing­ar og starfs­menn Bjarg­ar­inn­ar eru í sótt­kví vegna þessa. 

Þetta kem­ur fram í færslu á Face­book-síðu Bjarg­ar­inn­ar en áður hafði smit greinst inn­an fjöl­skyldu skjól­stæðings. Dí­ana Hilm­ars­dótt­ir, for­stöðumaður Bjarg­ar­inn­ar, seg­ir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að alls eru um tíu í sótt­kví vegna smits­ins. 

Stefnt er að því að opna Björg­ina aft­ur á mánu­dag en unnið er að því að sótt­hreinsa miðstöðina.