Nýjast á Local Suðurnes

“Gömlu karlarnir” fara vel af stað

Í ár var gerð breyting á fyrirkomulagi Íslandsmótsins í eldri flokki karla. Mótið hefst nú á haustmánuðum og stendur fram í nóvember. Fyrsti leikur Keflavíkur í mótinu var gegn Breiðablik2 í síðustu viku og sigruðu Keflvíkingar 3 – 5.

Á fimmtudag var fyrsti heimaleikur liðsins gegn FH í Reykjaneshöllinni. Keflvíkingar fóru hamförum og skoruðu 15 mörk gegn 3 frá Hafnfirðingum. Liðið fer því vel af stað í mótinu með 2 sigra í tveimur leikjum.