Nýjast á Local Suðurnes

Kosmos & Kaos hlaut þrenn verðlaun – Gerðu þurran og tormeltan vef áhugaverðan

Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2016 voru afhent þann 27. janúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Hörpunni, Suðurnesjafyrirtækin Kosmos & Kaos og DaCoda voru tilnefnd til alls átta verðlauna á hátíðinni.

Kosmos & Kaos var tilnefnt til sjö verðlauna og hlaut þrenn:

Fyrirtækjavefur ársins í flokki stærri fyrirtækja, sem unninn var fyrir Sjóvá, en í umsögn dómnenfdar sagði meðal annars að vefurinn sé gott dæmi um hvernig hægt sé að taka nokkuð þurrt og tormelt viðfangsefni og setja það fram á einfaldan, skýran og áhugaverðan hátt. Notendaupplifunin er áreynslulaus, yfirsýn yfir helstu aðgerðir og þjónustu er til fyrirmyndar og myndefni og myndbönd glæði vefinn lífi.

Val fólksins, sem valinn er af fagfólki og áhugamönnum um vefhönnun, en þau verðlaun fékk fyrirtækið einnig fyrir vef Sjóvá.

Innri vef fyrirtækja, sem unninn var fyrir Ljósleiðarann. Í umsögn dómnefndar um það verkefni segir meðal annars að Innri vefur ársins að þessu sinni sé stílhreinn og fallegur vefur með öflugum verkfærum til þess að geta þjónustað viðskiptavini á einfaldan hátt. Starfsmenn ættu að geta unað vel við innrakerfi Þjónustuvefs Ljósleiðarans.