Nýjast á Local Suðurnes

Skora á sveitarfélög að sýna Grænlendingum stuðning – Stefna á að safna 50 milljónum

Sveitarfélögin á Íslandi eru nú, hvert af öðru, að sýna Grænlendingum stuðning, en þessa dagana stendur yfir söfnunin Vinátta í verki, sem sett var í gang eftir flóðbylgja gekk yfir þorpið Nuugaatsiaq á Grænlandi.

“Öll framlög munu nýtast fólkinu frá litla þorpinu Nuugaatsiaq á samnefndri eyju, þar sem fjórir fórust þegar ægileg flóðbylgja bar húsin á haf út. Nú liggur fyrir að íbúarnir geta ekki snúið aftur í heilt ár að minnsta kosti — kannski aldrei.” Segir á Hrafn Jökulsson, einn forsprakka söfnunarinnar á heimasíðu verkefnisins.

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á heimasíðu Vináttu í verki, en meðal annars er hægt að sjá hvernig landsmenn standa sig eftir sveitarfélögum á korti. Þau sveitarfélög sem lituð eru með rauðu á kortinu hafa lagt málefninu lið.

“Ég heiti á vini mína og allt sveitarstjórnarfólk að mynda kærleikskeðju, hringinn um landið!” Segir Hrafn, en aðilar á vegum átaksins verða á Suðurnesjum á næstu dögum og er óhætt að hvetja fólk og fyrirtæki til að leggja málefninu lið.

Hægt er að leggja inn á reikning söfnunarinnar, en reikningsnúmerið er: 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.