Nýjast á Local Suðurnes

Hafði uppi kynferðislegar handabendingar og tal við börn

Enskumælandi maður hafði uppi kynferðislegar handabendingar og tal gagnvart tíu ára stúlkum í nágrenni Myllubakkaskóla í dag. Faðir annarar stúlkunnar hvetur íbúa og þá sérstaklega ökumenn að vera á varðbergi gagnvart svona atvikum, en hann segir nokkra ökumenn hafa ekið framhjá þegar stúlkurnar tvær hlupu öskrandi frá manninum.

Faðirinn greinir frá atvikinu á Facebook-síðunni Reykjanesbær – betri bær, en lýsing mannsins á atvikum eru á þessa leið:

10 ára dóttir mín og vinkona hennar voru núna að labba heim úr Myllubakkaskóla hingað niður á Vesturgötu. Upp að þeim ekur enskumælandi maður, líklega frá mið-austurlöndum (smkv. þeirra lýsingu) á grænum jeppa/jeppling og hefur uppi við þær kynferðislegar handabendingar og tal.

Þær gerðu það rétta í stöðunni og hlupu í burtu, en bíllinn eltir þær þó nokkurn spöl og þær þurftu að fela sig við kirkjuna áður en hann hvarf á brott.

Þá greinir maðurinn frá því að lögreglu hafi verið gert viðvart og hvetur íbúa til að vera á varðbergi.