Nýjast á Local Suðurnes

Eigendur nafnlausrar verslunar í vandræðum fá leyfi fyrir samruna

Samkeppniseftirlitið hefur veitt Basko, sem rekur meðal annars tvær verslanir í Reykjanesbæ, undanþágu frá banni við samruna og því heimilað samruna við Skeljung. Undanþágan byggir á ákvæði sem segir að sé sýnt fram á að tafir við framkvæmd samrunans geti skaðað viðkomandi fyrirtæki eða viðskiptaaðila þess og að samkeppni væri stefnt í hættu ella.

Basko rekur tvær verslanir á í Reykjanesbæ, Kvikk, sem staðsett er við bensínstöð Orkunnar á Fitjum og nafnlausa verslun við Hafnargötu, sem áður var rekin undir merkjum Iceland.

Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en þar kemur einnig fram að fyrirtækið hafi átt í verulegum og alvarlegum rekstrarerfiðleikum og tapaði rúmum milljarði króna samkvæmt síðasta ársreikningi sem félagið skilaði.