Margrét Elín til Flugakademíunnar frá Icelandair
Margrét Elín Arnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem yfirkennari hjá Flugakademíu Íslands, en skólinn varð til við sameiningu Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands. Er skólinn stærsti flugskóli landsins. Margrét hefur verið flugmaður hjá Icelandair frá 2014 og var þar áður flugumferðarstjóri hjá Isavia. Þá hefur Margrét einnig starfað sem bók- og verklegur flugkennari hjá Flugakademíu Keilis um árabil.
Í tilkynningu er haft eftir Margréti að hún sé spennt fyrir verkefninu, auk þess sem hún segist bjartsýn á framtíð flugsins.