Nýjast á Local Suðurnes

Örvar fer á kostum sem Rednecktrukkarinn Timmy – Myndband!

Njarðvíkingnum Örvari Þór Kristjánssyni er margt til listanna lagt, sérstaklega þegar kemur að því að kitla hláturtaugar fólks, en hann hefur meðal annars fengið mikið hrós fyrir veislustjórn og uppistand sem flestir þeir sem notið hafa segja vera á heimsmælikvarða.

Örvar hefur undanfarið boðið vinum sínum á Fésbókinni upp á afar skemmtileg myndbönd hvar hann skellir sér í gervi Rednecktrukkabílstjórans Timmy. Myndböndin eru sprenghlægileg og óhætt að mæla með þó að húmorinn sé á köflum dökkur ef ekki hreinlega svartur, eins og sjá má hér fyrir neðan í myndbandi sem við fengum góðfúslegt leyfi til að birta.