Nýjast á Local Suðurnes

Sjóbjörgunarsveitir á mesta forgangi til móts við flutningaskip

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Sjó­björg­un­ar­sveit­ir á Suður­nesj­um auk tveggja þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á mesta for­gangi á öðrum tím­an­um í dag, eftir að til­kynn­ing barst frá er­lendu flutn­inga­skipi um að eld­ur væri um borð. Skipið var þá statt um 25 sjó­míl­ur suðaust­ur af Grinda­vík. Land­helg­is­gæsl­an grein­ir frá þessu í til­kynn­ingu.

Spreng­ing hafði orðið í vél­ar­rúmi skips­ins, en skip­stjóri þess lét stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar vita að reyk­ur kæmi úr vél­ar­rúm­inu, en að eng­inn eld­ur væri sjá­an­leg­ur. Skipið varð vél­ar­vana eft­ir at­b­urðinn, en eng­in slys urðu á þeim þrett­án sem eru í áhöfn skips­ins.

Fimm reykkafar­ar frá slökkviliðinu fóru af stað með seinni þyrlunni, en fljót­lega kom í ljós að ekki þyrfti þá um borð, enda hafði áhöfn­in náð tök­um á ástand­inu.  Í kjöl­farið var ákveðið að aft­ur­kalla þyrlurn­ar sem og viðbragð björg­un­ar­sveita. Búið er að reykræsta skipið. Varðskipið Þór held­ur sinni stefnu áfram að skip­inu.

Skipið er 7.500 tonna er­lent flutn­inga­skip sem var á leið til lands­ins með farm.