Nýjast á Local Suðurnes

Isavia kemur til móts við flugfélög og verslunareigendur

Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, mun veita fullan afslátt af notendagjöldum flugfélaga á Keflavíkurflugvelli til 31. maí næstkomandi auk þess að veita verslunareigendum í flugstöðinni greiðslufresti, sé þess þörf.

Markmiðið er að auðvelda fyrirtækjum og flugfélögum að halda uppi starfsemi á flugvellinum á þessum óvissutímum, segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu RÚV. Þá kom fram í máli Guðjóns að reynt yrði af fremsta megni að gefa þeim sem halda úti starfsemi á flugvellinum ýmiskonar sveigjanleika til að eiga auðveldara um vik að komast í gengum næstu mánuði.