Nýjast á Local Suðurnes

Um 60 Skjálfta hrina við Krýsuvík

Um 60 jarðskjálftar mældust á svæðinu við Krýsuvík í gærkvöld. Stærsti skjálftinn varð klukkan 21:21, þrír að stærð.

Engar tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist í byggð. Hrinan virðist nú vera í rénun. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.