Nýjast á Local Suðurnes

Víkingaheimar ehf. dæmt til að greiða fyrrum starfsmanni laun á uppsagnarfresti

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þann 18. október síðastliðinn Víkingaheima ehf. til að greiða fyrrum starfsmanni tæplega tvær milljónir króna í vangoldin laun á uppsagnarfresti, auk málskostnaðar.

Umræddur starfsmaður var starfsmaður Reykjanesbæjar þegar sveitarfélagið leigði rekstur Víkingaheima út og hélt starfi sínu við safnið, undir stjórn nýrra rekstraraðila. Deilurnar fyrir héraðsdómi snérust um uppsagnarfrest starfsmannsins, sem sagt var upp störfum nokkrum mánuðum eftir að nýr rekstraraðili tók við rekstri safnsins, en nýr rekstraraðili vildi ekki viðurkenna ákvæði um þriggja mánaða uppsagnarfrest – en talið var að aðilaskipti hefðu orðið á rekstrinum í skilningi laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum.

Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér.