Nýjast á Local Suðurnes

Jósef Kristinn yfirgefur Grindavík

Vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn Kristinsson er á leið til Stjörnunnar frá Grindavík, en samningur Jósefs við Grindavík rann út að loknu síðasta tímabili. Helgi Bogason varaformaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, greinir frá þessu á twitter.

“Því miður er Jobbi á leið frá okkur. Var að tilkynna formanni Grindavíkfc að hann ætlaði að yfirgefa Grindavík og ganga í Stjörnuna.” Segir Helgi í færslu sinni.

Jósef var lykilmaður í liði Grindavíkur sem tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar.