Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla og Brunavarnir æfa forgangsakstur

Lögreglan á Suðurnesjum og Brunavarnir Suðurnesja munu vera við æfingar í dag og meðal annars verður forgangsakstur æfður. þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, sem segir þetta ekkert til að hafa áhyggjur af.

ÆFING – ÆFING

Í morgunsárið mun lögregla og Brunavarnir Suðurnesja setja upp æfingu fyrir starfsfólkið sitt. Fólk mun vera vart við þetta og er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Meðal annars verður eitthvað um forgangsakstur og er ekkert til að hafa áhyggjur af. Endilega njótið dagsins og farið varlega í umferðinni.