Nýjast á Local Suðurnes

Gult í kortunum – Samgöngur gætu farið úr skorðum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir morgundaginn vegna snjókomu eða slyddu á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, á öllu Suðurlandi og á Miðhálendinu.

Í tilkynningu veðurstofu segir að samgöngur geti farið úr skorðum í efri byggðum höfuðborgarinnar, á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Reykjanesbraut. 

Spáð er talsverðri snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á vesturhluta landsins og á Suðurlandi. Gul viðvörun tekur gildi í nótt og stendur fram á miðjan dag á morgun.