Tæplega 200 í einangrun

Tæplega 300 einstaklingar eru í sóttkví vegna Covid 19 á Suðurnesjum og 183 eru í einangrun samkvæmt nýuppfærðum tölum á vefnum covid.is.
Alls greindust 204 smitaðir á landinu síðasta sólahringinn, sem er næst mesti fjöldi frá upphafi.