Nýjast á Local Suðurnes

Með tvö börn í bíl án öryggisbúnaðar

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gær afskipti af ökumanni sem var með tvö börn í bifreið sinni og voru þau ekki voru í bílstólum. Ökumaðurinn var að auki með útrunnið ökuskírteini.

Annar ökumaður á fertugsaldri, sem mældist á 104 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km á klukkustund, reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Nokkrir til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur, þar á meðal einn sem mældist á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann gaf þá skýringu að hann hefði verið að flýta sér því hann væri að missa af flugi.

Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um að þeir voru undir áhrifum vímuefna. Einn þeirra ók sviptur ökuréttindum.