Nýjast á Local Suðurnes

Óskilorðsbundið fangelsi fyrir humarþjófnað

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir viku dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn braust meðal annars, í félagi við annan mann, inn í frystigám Humarsölunnar ehf. og hafði þaðan á brott 434 kg. af humri.

Mennirnir tveir tóku aðeins humar með sér en létu hnossgæti á borð við þorskhnakka, risarækju og hörpudisk vera. Verðmæti humarsins var áætlað 1,7 milljónir króna en 63 kg. af honum fundust við húsleit á heimili hans.