Nýjast á Local Suðurnes

GeoHotel á topp 10 lista TripAdvisor

Geo Hotel í Grindavík hefur heldur betur fengið góðar viðtökur meðal ferðamanna frá opnun síðastliðið sumar. Vefsíðan túristi.is tók á dögunum saman lista yfir þau 10 hótel á Íslandi sem hafa fengið bestu umsagnir gesta á vefsíðunni TripAdvisor og er Geo Hotel þar í 8. sæti.

Ekkert annað hótel á Suðurnesjum komst á listann að þessu sinni þannig að þetta verður að teljast mjög góður árangur hjá þessu unga hóteli sem staðsett er í gamla félagsheimli Grindvíkinga, Festi.