Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar kynna hreyfivikuna á morgunverðarfundi í fyrramálið

Hreyfvikan verður 21.-27. september n.k. og verður Grindavíkurbær með annað árið í röð. Vonast er til að allar stofnanir bæjarins, UMFG, félagasamtök, þjálfarar, fyrirtæki og allir áhugasamir um holla hreyfingu taki þátt með opnum tímum, kynningum, fyrirlestrum o.s.frv. Morgunverðarkynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 8. september n.k. kl. 8 á Geo hótel og eru allir velkomnir. Skráning á fundinn á thorsteinng@grindavik.is í síðasta lagi næsta mánudagDagskrá Hreyfivikunnar í fyrra má sjá hér.

Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis.

Skipuleggjendur Hreyfivikunnar í Grindavík eru frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar í samstarfi við forvarnarteymi UMFG, skóla, félög, stofnanir og ýmsa fleiri aðila sem koma að hreyfingu á einn eða annan hátt.

Nánari upplýsingar um Hreyfivikuna má sjá hér: http://www.iceland.moveweek.eu/