Krónan gengur lengra í takmörkunum og þrifum
Krónan hefur ákveðið að takmarka fjölda viðskiptavina í verslunum sínum eftir stærð verslana í fermetrum talið. Þannig verður leyfilegur fjöldi viðskiptavina í verslun keðjunnar á Fitjum 80 manns hverju sinni.
Einnig verður aukið við þrif í verslunum fyrirtækisins, kerrur, posar og sjálfsafgreiðslustöðvar verða hreinsaðar eftir hverja notkun.
Með þessum tilfærslum verður enn auðveldara fyrir viðskiptavini okkar að tryggja 2 metra fjarlægð. Við fylgjumst vel með ráðleggingum Almannavarna og aðlögum starfsemi okkar enn frekar ef þarf, hlutir breytast hratt nú, stundum dag frá degi en jafnvel klukkustund fyrir klukkustund, segir í tilkynningu.