Nýjast á Local Suðurnes

Krónan gengur lengra í takmörkunum og þrifum

Krónan hefur ákveðið að takmarka fjölda viðskiptavina í verslunum sínum eftir stærð verslana í fermetrum talið. Þannig verður leyfi­leg­ur fjöldi viðskipta­vina í verslun keðjunnar á Fitjum 80 manns hverju sinni.

Einnig verður aukið við þrif í verslunum fyrirtækisins, kerrur, posar og sjálfsafgreiðslustöðvar verða hreinsaðar eftir hverja notkun.

Með þess­um til­færsl­um verður enn auðveld­ara fyr­ir viðskipta­vini okk­ar að tryggja 2 metra fjar­lægð. Við fylgj­umst vel með ráðlegg­ing­um Al­manna­varna og aðlög­um starf­semi okk­ar enn frek­ar ef þarf, hlut­ir breyt­ast hratt nú, stund­um dag frá degi en jafn­vel klukku­stund fyr­ir klukku­stund, segir í tilkynningu.