Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær auglýsir eftir markaðsstjóra

Reykjanesbær hefur auglýst stöðu markaðsstjóra lausa til umsóknar. Um fullt starf er að ræða, en þó með sveigjanlegum vinnutíma þar sem búast má við tímabundnum sveiflum í starfi.

Markaðsstjóri hefur umsjón með markaðsmálum sveitarfélagsins. Hann sér til þess að markaðsefni sé samræmt, að faglegt yfirbragð sé til staðar á öllu sendu markaðsefni og finnur leiðir til að efla ímynd svæðisins með markvissum markaðsaðgerðum, segir í auglýsingu á vef sveitarfélagsins.

Um fullt starf er að ræða. Vinnutími markaðsstjóra er sveigjanlegur og búast má við tímabundnum sveiflum í starfi. Starfið heyrir undir menningar- og þjónustusvið sem starfar þvert á önnur svið bæjarins. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 

Helstu verkefni: 

  • Vinnur að og ber ábyrgð á markaðssetningu og jákvæðri ímynd Reykjanesbæjar 
  • Framkvæmd og eftirfylgni á aðgerðaráætlun markaðsstefnunnar 
  • Utanumhald og eftirfylgni verkefna 
  • Hefur yfirumsjón með öllu kynningarefni sveitarfélagsins og samræmingu þess 
  • Samskipti við hagsmunaaðila, t.d. hönnuði, starfsfólk Reykjanesbæjar, félög og fyrirtæki  
  • Miðlar áfram jákvæðum fréttum svæðisins á miðlum sveitarfélagsins 
  • Gerð og eftirfylgni á starfs- og fjárhagsáætlun markaðsmála 
  • Önnur tilfallandi verkefni