sudurnes.net
Reykjanesbær auglýsir eftir markaðsstjóra - Local Sudurnes
Reykjanesbær hefur auglýst stöðu markaðsstjóra lausa til umsóknar. Um fullt starf er að ræða, en þó með sveigjanlegum vinnutíma þar sem búast má við tímabundnum sveiflum í starfi. Markaðsstjóri hefur umsjón með markaðsmálum sveitarfélagsins. Hann sér til þess að markaðsefni sé samræmt, að faglegt yfirbragð sé til staðar á öllu sendu markaðsefni og finnur leiðir til að efla ímynd svæðisins með markvissum markaðsaðgerðum, segir í auglýsingu á vef sveitarfélagsins. Um fullt starf er að ræða. Vinnutími markaðsstjóra er sveigjanlegur og búast má við tímabundnum sveiflum í starfi. Starfið heyrir undir menningar- og þjónustusvið sem starfar þvert á önnur svið bæjarins. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Helstu verkefni: Vinnur að og ber ábyrgð á markaðssetningu og jákvæðri ímynd Reykjanesbæjar Framkvæmd og eftirfylgni á aðgerðaráætlun markaðsstefnunnar Utanumhald og eftirfylgni verkefna Hefur yfirumsjón með öllu kynningarefni sveitarfélagsins og samræmingu þess Samskipti við hagsmunaaðila, t.d. hönnuði, starfsfólk Reykjanesbæjar, félög og fyrirtæki Miðlar áfram jákvæðum fréttum svæðisins á miðlum sveitarfélagsins Gerð og eftirfylgni á starfs- og fjárhagsáætlun markaðsmála Önnur tilfallandi verkefni Meira frá SuðurnesjumKeflavíkurnætur um helgina: “Gaman að hrista aðeins upp í næturlífinu á Suðurnesjum”Vara við ofsaveðri – Vegagerðin varar sérstaklega við aðstæðum á ReykjanesbrautHótel Keflavík finnur fyrir sterku gengi krónunnar – Um 40 hópar [...]