Nýjast á Local Suðurnes

Löggubangsi vill sjá fleiri nota endurskinsmerki

Lögreglan vill sjá fleiri nota endurskinsmerki

Lögreglan á Suðurnesjum var við eftirlit við skólana á Suðurnesjum í morgun og veitti við því athygli að gangbrautarljós við einn skólann voru biluð, auk þess sem aðstæður veðurfarslega voru frekar slæmar, en myrkur var á þessum tíma og skyggni slæmt sökum slyddu.

Mikið af krökkum og fullorðnum gengu yfir þessa umferðarmiklu götu og voru að mati lögreglumanna allt of fáir sem notuðu endurskinsmerki.

Lögregla í nafni Lúlla löggubangsa beinir því þeim tilmælum til vegfarenda að fara varlega í umferðinni.

“Förum varlega í umferðinni og “sjáumst”. Kveðja frá Lúlla löggubangsa.” Segir á Facebook-síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.