Nýjast á Local Suðurnes

Stolinn bíll fannst í rúst á Reykjanesi

Bífreið af gerðinni Subaru Legacy, sem stolið var á Ásbrú þann 14. mars síðastliðinn fannst um helgina við Djúpavog á Reykjanesi. Óhætt er að segja að þjófarnir hafi ekki farið mjúkum höndum um bifreiðina, en hún var gjörsamlega í rúst eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Bifreiðinni var stolið á bilinu frá um klukkan 23 þann 13. mars og klukkan 14 þann 14. mars. Ef einhver hefur upplýsingar um málið má sá hinn sami hafa samband við eiganda bifreiðarinnar eða lögreglu.