Glenn tekur við Keflavík
Keflavík hefur ráðið Jonathan Glenn í starf þjálfara meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Samningurinn gildir út tímabilið 2024.
Glenn var áður leikmaður ÍBV og nú síðast þjálfari meistaraflokks kvenna í Eyjum. Glenn hefur þvílíkann metnað í að ná árangri og telur knd. Keflavíkur með þessari ráðningu sé verið að taka skref í rétta átt, segir í tilkynningu.
Við hlökkum til að vinna með Jonathan Glenn og berum miklar væntingar til hans!
Á myndinni má sjá Glenn og Luka Jagacic yfirmann knattspyrnumála við undirskrift.