Nýjast á Local Suðurnes

Glæsilegt 130 milljóna hús á sölu í Njarðvík – Sjáðu myndirnar!

Glæsilegt viðhaldslítið 257,7 fm einbýli á einni hæð er komið á sölu í Njarðvíkum. Verðið er tæpar 130 milljónir króna, sem gerir húsið að því dýrasta sem er á sölulista á Suðurnesjum í augnablikinu.

Húsið, sem stendur við Lómatjörn, er hið glæsilegasta, sé miðað við sölulýsingu á fasteignavef Vísis, en með í kaupunum fylgir meðal annars heitur pottur og sauna sem standa á glæsilegri lóð.

Um er að ræða fimm herbergja hús sem skiptist í andyri, sjónhvarpshol, opið alrými sem tengir saman stofu/borðstofu/eldhús, hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi, þrjú barnaherbergi, baðherbergi, litla skrifstofu og bílskúr.

Þá umlykur húsið glæsileg 161 fm harðviðar verönd með steyptum skjólveggjum, 8 fermetra baðhúsi með saunu, 15,5 fermetra geymsluhúsi og heitum potti. Baðhús og geymsluhús telur um 23.5 fm en það er ekki skráð í fasteignamati ríkissins og því er eignin um 257,7 fm samtals, segir í lýsingu.