Nýjast á Local Suðurnes

Tvöföldun Reykjanesbrautar komin í útboð

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns  ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu bygging fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli. Verk þetta er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna, segir í auglýsingu.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og eru verklok áætluð í júní 2026.