Nýjast á Local Suðurnes

Flutningaflugvél rann út af akstursbraut

Flutningaflugvél af gerðinni Boeing-737 frá fyrirtækinu Bláfugli rann til á akstursbraut á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan átta í morgun. Um 5-6 mínútum eftir að vélin lenti fór nefhjólið út af akbrautinni. Tveir flugmenn voru um borð en þá sakaði ekki.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er ekki vitað um tjón á vélinni og atvikið hefur engin áhrif á flugumferð um Keflavíkurflugvöll, segir á vef RÚV, sem greinir frá. 

Rannsakendur frá rannsóknanefnd samgönguslysa eru komnir á staðinn og vettvangsrannsókn stendur yfir, segir jafnframt í fréttinni.