Nýjast á Local Suðurnes

Tafir á umferð vegna slyss á Reykjanesbraut

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Straumsvík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Tafir eru á umferð um brautina vegna þessa.

Frá þessu var greint í fréttum RÚV. Ekki er vitað um tildrög slyssins eða meiðsli á fólki. Fram kom einnig að mjög hált sé á Reykjanesbraut.