Nýjast á Local Suðurnes

Earl Brown Jr. rekinn frá Keflavík – Fyrrum leikmaður Tindastóls kemur í hans stað

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Það er ekki nóg að skora 25 stig og taka 12 fráköst að meðaltali í leik til að vera öruggur um að fá að leika með toppliði Dominos-deildarinnar í körfuknattleik, það eru tölurnar sem Earl Brown Jr., sem var rekinn frá Keflavík, hefur verið að skila með liðinu. Það er þó ekki sóknarleikur kappans sem er ástæða brottrekstursins heldur mun ástæðan vera sú að varnarleikurinn hafi ekki verið hans sterkasta hlið. Það er stærsti körfuboltavefur landsins, karfan.is sem greinir frá þessu.

Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Brown Jr. en fyrrum leikmaður Tindastóls, Jerome Hill mun leika með Keflvíkingum það sem eftir lifir tímabilsins.