Nýjast á Local Suðurnes

Stal viskí og naut með vinum áður en hann náðist

Þjófnaður úr vínbúð í umdæminu var tilkynntur til lögreglu á dögunum. Hafði hinn fingralangi haft
á brott með sér eins lítra flösku af Jameson viskíi, að andvirði 9000
krónur.

Lögregla hafði upp á manninum og játaði hann sök. Hann kvaðst vera
búinn að drekka flöskuna ásamt vinum sínum.