Nýjast á Local Suðurnes

Ökumaður bifreiðar slapp ómeiddur eftir að hafa ekið á ljósastaur

Ökumaður sem var á ferðinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærmorgun endaði akstur sinn á ljósastaur. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var bifreiðin á ljósastaurnum sem lá niðri.

Bifreiðin var mikið skemmd og óökufær. Þurfti að fjarlægja hana af vettvangi með dráttarbíl.  Ökumaðurinn slapp ómeiddur.