Nýjast á Local Suðurnes

Hver er leikmaður ársins hjá Keflavík? – Kjóstu!

Stuðningsmenn Keflavíkur munu velja leikmann ársins í tengslum við þáttinn Uppgjörið sem sendur verður út á Hljóðbylgunni FM 101,2, strax að loknum leik Keflvíkur og Leiknis sem fram fer á laugardag. Leikmaður ársins mun fá veglega styttu til eignar.

Á meðal þeirra sem boðað hafa komu sína í þáttinn eru þjálfarar Keflavíkurliðsins þeir Jóhann Birnir og Haukur Ingi en auk þeirra munu Haraldur Freyr og Guðjón Árni mæta í spjall, en þeir hafa verið fyrirliðar liðsins í sumar.

Valið á leikmanni ársins stendur yfir á vefsíðu stuðningsmanna Keflavíkur og er hægt að skella atkvæði á þann leikmann sem þér fannst bestur í sumar með því að smella hér.