Nýjast á Local Suðurnes

Langmest aukning hjá hótelum á Suðurnesjum

Gistinætur á hótelum á Suðurnesjum voru 35.230,í júlí, en það er 63% aukning frá fyrra ári þegar gistinætur útlndinga voru 21.573. Herbergjanýting í júlí 2017 var 89,7%, sem er lækkun um tvö prósentustig frá júlí 2016 þegar hún var 91,7%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 6,4%, mælt í fjölda herbergja, en þær tölur eiga við um landið allt.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar, þar kemur einnig fram að flestar gistinætur í júlí áttu Bandaríkjamenn með 126.600, svo Þjóðverjar með 74.400 og Bretar með 34.700, en íslenskar gistinætur í júlí voru 37.700. Gistinætur erlendra gesta voru 92% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum, en þeim fjölgaði um 1% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 13%.